Gögnin sem hægt er að skoða á 3d.map.is hafa Loftmyndir ehf. safnað undanfarna þrjá áratugi. Gögnin ná yfir allt Ísland og eru allsstaðar með sömu nákvæmni.
Vefurinn er rekinn í samfélagslegum tilgangi og er eingöngu ætlaður til einkanota. Einstaklingum er heimilt að nota vefinn gjaldfrjálst ef notkunin er ekki í viðskiptalegum tilgangi. Öll dreifing, rafræn afritun og endurútgáfa af efni á 3d.map.is þar með talið að nota kort, mælingar eða hnit við gerð hverskonar uppdrátta eða samninga s.s. lóðasamninga eða mæliblaða er með öllu óheimil.
Fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum er óheimil notkun á 3d.map.is að fráskildum skólum og menntastofnunum sem heimil frjáls notkun vefsins vegna kennslu. Fjölmiðlum er heimlt að endurbirta kort af 3d.map.is en í slíkum tilfellum skal merkja kortin greinilega með merki (logo) Loftmynda ehf. og textanum “Kort, Loftmyndir ehf.”.
Loftmyndir ehf. eiga höfundarrétt að öllum kortum og gögnum á 3d.map.is samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á þeim lögum síðar. Allar upplýsingar á 3d.map.is eru birtar eftir bestu vitund. Loftmyndir ehf. bera hvorki ábyrgð á tjóni né óþægindum sem rekja má beint eða óbeint til upplýsinga sem fengnar eru af 3d.map.is. Vefurinn safnar ekki persónugreinanlegum upplýsingum um notendur. Loftmyndir ehf. áskilja sér rétt til að breyta notkunarskilmálum þessum án fyrirvara ef tilefni er til.